Sunday, April 29, 2012

Bloglovin´


Mig langaði bara til þess að hvetja ykkur til þess að tékka á bloglovin´
Æj ég er svo hryllilega sein að taka öllum nýjungum að ég er sjálf bara ný farin að nota þessa síðu. En fyrir ykkur sem ekki vitið hvernig hún virkar þá er þetta síða sem þið skráið ykkur á og svo finnið þið bloggsíður sem þið eltið (follow).


Þegar ný færsla kemur inn á einhverja af þeim síðum kemur sú færsla inná bloglovin' svo það er ekki séns á að missa af neinu né heldur þarf maður að eyða dýrmætum tíma í að kíkja inná síður bara til þess að komast að því að það er engin ný færsla þar, svo þetta er mikill tímasparnaður ;-)


Ég setti takka hér til hægri sem þið getið klikkað á ef þið viljið "elta okkur" ;-)


Njótið dagsins elsku fólk! :-) Við fjölskyldan ætlum að skella okkur í fjöruna í dag enda veðrið alveg dásamlegt.  Það er ekki ólíklegt að þið fáið að sjá myndir frá deginum :-)

0 comments:

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...