Tuesday, March 23, 2010

Vínyl-dúkar

Mér leiðist svo borðstofuborðið mitt. Það er svo fullorðinslegt, stórt, dökkbrúnt og eiginlega bara dull. En mér finnst það aðeins meira "ég" núna, bjartir litir og aðeins of skrautlegt :) (ekki satt?) Loksins rakst ég á ágætis vinyldúk, hann fékkst í Rúmfó... það er ekki auðvelt að finna vel út lítandi dúk, ég get alveg sagt ykkur það.


Hér eru nokkrir linkar með hugmyndum fyrir vinyldúka

Það setur svip á dúkinn að setja smá kant á hann
Mig langar svolítið til að gera e-ð svipað við náttborðin mín

og hér líka, stólarnir eru æði:
Hér eru æðislegir stólar sem Dana er búin að klæða með dúk

Það er hægt að sjá á síðunni hvernig þetta er gert. Hér er búið að klippa krúttlegan kant og svo sauma hann á hornunum svo hann lítur rosa vel út:
Að lokum er hér eitt æðislegt frá Color Me Katie
Hún setti glæran dúk yfir litskrúðugan pappír, þvílík litadýrð :)


Ef þið eruð í vandræðum með krumpur eða ljót brot í dúknum þá eru hér ráð til að laga það
(Minn dúkur kom svolítið beyglaður upp úr pokanum, þarf að laga það...)

4 comments:

Kristrún Helga on March 23, 2010 at 9:21 PM said...

Úúú! Sætur!

Finnst æði doppótti dúkurinn á túrkís borðinu!
Væri til í svona í eldhúsinu mínu :-)

Guðrún Lind on March 23, 2010 at 9:23 PM said...

Jú, mér finnst hann ferlega mikið "þú" :) En er ekki hægt að fá bara glæran dúk? Væri eflaust ferlega skemmtilegt að geta notað bara hvaða efni sem maður vill undir glæran dúk :)

María Kristín on March 23, 2010 at 9:30 PM said...

Þetta er æðislega flott og kemur vel út með dökka viðnum. OF skrautlegt er ekki til.

OFURINGA on March 26, 2010 at 2:38 PM said...

Sniðug þessi með litríka pappírinn. Það væri líka hægt að setja blaðaúrklippur eða fínar myndir undir glæra dúkinn...

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...