Monday, April 26, 2010

Fyrir og eftir - stóll - aftur :-)


Stólasjúka konan ha?


Ég fann þessar elskur í góða hirðinum um daginn. Ætlaði að skipta um áklæði á þeim en fannst liturinn svo fallegur að ég tímdi því ekki. En eitthvað varð ég að gera því þeir  voru orðnir svona að ofan:
Svo ég ákvað að sauma bara dúllur sem ég átti á stólbökin og svona kom það út :-) Pússaði jú viðinn líka upp og bar á hann svo nú er hann sjæní, nánast eins og nýr. Skipti svo bara um áklæðið þegar ég er orðin leið á þessu.



Komnir heim til sínOooog að aftan...

Núna vantar bara bekkinn sem á að vera þarna á móti. En hann er enn að bíða eftir fari frá Stokkseri svo ég geti klárað hann.

Og muniði, séns til að skrá sig í gjafaleikinn rennur út á morgun um 2.













5 comments:

Anonymous said...

Ó klára Dúdda, svo þegar þú ert búin hjá þér þá kemuru að stílisera nýju íbúðina mína! ;)

Árný Hekla

Eyrún Ellý on April 27, 2010 at 1:42 PM said...

Fyndið, ég sá þessa stóla einmitt og fannst þeir mjög flottir en illa farnir! Datt ekki í hug að nota blúndur á þennan hátt! Bravó :)

Sigríður Etna on April 27, 2010 at 9:20 PM said...

Get ekki beðið eftir að komast í góða hirðinn!.. Það verður gert eitthvað af því í sumar:)

óskalistinn on April 30, 2010 at 4:57 PM said...

váá!

Dóra Haralds said...

Hey já, þetta er það sem þú varst að tala um, um daginn! Mér finnst þetta koma MJÖG vel út, alls ekki gamla fólkslegt .-)

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...