Sunday, November 28, 2010

Fyrsti í aðventu


Við kveikjum einu kerti á.
Hans koma nálgast fer
sem fyrstu jól í jötu lá
og Jesúbarnið er.

-Lilja Kristjánsdóttir
Enn á ný nota ég barnakrukkurnar. Festi kertin í krukkurnar setti gróft salt í þær og skreytti svo með hekluðum dúllum og hvítum silkiborða
Spádómskertið.
Hugmyndina fékk ég með einhverskonar samblöndu úr þessum blöðum.

Ég gat ekki stoppað mig af þegar ég var byrjuð svo ég hélt áfram að gera heimilið aðeins jólalegra.



Afgangskrukkur úr brúðkaupinu, með rafmagnskertum í eldhúsinu..
Erla Maren föndraði líka. Gerði Vísa reikninginn ansi jólalegan ;-)

Jólastyttur í Erlu-horni
Þessi er svo mikið jóla-jóla <3
Aðeins að breyta í rammanum fyrir ofan sófan, þar til ég finn mér e-ð almennilegt til að hafa þar ;-)
Og svo það sem systkinin mín gáfu okkur um daginn. Agalega kjút teikning af okkur Alla.
Það er alveg stolið úr mér hvað hann heitir sem gerði myndina, Árný, þú kannski getur bætt ú því?

Þessi lærdómslausi dagur var alveg dásamlegur, akkúrat það sem ég þurfti. Það er sko ekki amarlegt að vakna við hliðiná þessu barni og sofna líka-- ooog fá að eyða með henni öllum deginum.





Friday, November 26, 2010

Glöð

Já, það er gott að vera glöð. Það er búið að hanga yfir mér lítið og leiðinlegt skuggaský í nokkurn tíma þar sem mér finnst allt svo ómögulegt og erfitt en nú er ég að skríða undan því. Eitt af því sem gleður mig mikið í dag er að sjá myndir af heklfígúrunni minni frá öðrum en mér! Það eru nú þegar þrjár búnar að hekla hana og ég veit að það eru að minnsta kosti þrjár aðrar að búa hana til líka!
Þær virðast almennt mjög ánægðar með uppskriftina og núna er hún ókeypis á Ravelry ef einhver hefur áhuga :)

Green Best Bud frá Knitpanda
Best Buddy frá Ropetrix
Svo er hérna ein mynd frá mér. Það er svo gaman að sjá hvað hægt er að gera margar mismunandi útgáfur :)

Vonandi eruð þið glöð líka!

Wednesday, November 24, 2010

Dagdraumar

Líf mitt í hnotskurn þessa dagana.. Get samt ekki kvartað. Það er ljúft líf að læra það sem manni þykir skemmtilegt. 

Það er samt alveg spurning að koma sér upp einhverju svona virki á meðan á þessu stendur: 


Hlakka samt til þess að lesa um jólin. Lesa án þess að þurfa að hugsa óþarflega mikið.

Ég hlakka líka til þess að pakka inn gjöfunum fyrir jólin. En á næstu dögum ætla ég líka að skella inn flottum hugmyndum af öðruvísi og flottum pökkum


Ég er mikið að spá í litum þessa dagana. Vantar að finna fullkomna blöndu fyrir teppið sem ég vonandi bráðum byrja á. Fyrir litla ófædda ponsið.

Ég er  líka mikið að hugsa um jólakortin sem ég veit ekki enn hvernig ég ætla að hafa. Það vantar ekkert hugmyndir en að velja þá réttu er vandamálið..



En eiginlega eiga garlandar af öllum gerðum hug minn allan núna því ég ætla að föndra og hengja fullt af þeim upp núna fyrir jólin! :-)

Annars er ég bara að reyna að njóta þess að vera ólétt og það gengur svona líka glimmrandi vel.


En mig langar:
Að gefa öllum sem ég hitti origami trönu sem ég myndi búa til úr fallega pappírnum sem ég keypti í Snúðum og Snældum. Tími! hvar ertu?
Að gleraugun mín gæfu svona litríka sýn

Í fleiri kúr-stundir

Að veðrið verði áfram svona yndislegt. Stillt. kalt og hvítt.

Og svo langar mig í þessa linsu á fallegu myndavélina mína. 

Wednesday, November 17, 2010

Nýjasta föndrið

er eitt stykki barn. Ég er búin að vera rosa orkulaus og þar af leiðandi litlu öðru komið í verk. Enda er ég mikið að vanda mig við þetta barn..
Nú langar mig að fara að gera mér einhver sniðug föt fyrir meðgönguna. og skelli hér inn nokkrum sniðugum linkum á fínheit.


Agalega sniðug gella með skemmtilegar hugmyndir að meðgöngufatnaði. Mér finnst þessar hugmyndir rosa sniðugar og hugsa að ég prófi..



Svo er hérna ein slá sem er búin til úr gömlu pilsi. Ekki beint óléttu, en passar fínt fyrir okkur samt.. Mér finnst hún ekkert smá flott.

http://bumpwearproject.com/ Ágætis síða, virðist ekki vera mikil hreyfing þarna en fínt það sem er þar samt..

Svo er eitt sem ég hef verið að hugsa um síðan síðasta haust en það er hlý slá. Ég er núna búin að kaupa mér efni, en vantar svona smá uppá hvernig ég ætla að hafa hana. 

Árný, átt þú einhver snið af slám?

Monday, November 15, 2010

Fyrsta tilraun...

Jæja, nú er ég búin að búa til mína eigin uppskrift að Amigurumi fígúru. Það er reyndar svolítið síðan en nú er ég búin að pikka allt upp í fínt skjal. Ef einhver hefur áhuga á að prófa hana er það ekkert mál, bara segið til :)



Hér er Fjólublái Besti Vinur:
(Hann er auðvitað líka á Ravelry)










Sunday, November 14, 2010

Tveir kjólar

Hér eru tveir kjólar sem ég hef gert, sá fyrri endaði pííínulítill og passar á dúkku en sá seinni passar á dóttur mína. Hann er reyndar stuttur og hún er í buxum undir, en ekki bara sokkabuxum, það kemur ágætlega út.
Uppskriftina er hægt að nálgast á Ravelry


Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...