Saturday, August 27, 2011

Föndurhornið mitt

Ákvað að skella inn myndum af föndurhorninu mínu. Er agalega sátt við það. En það var ódýrt fyrir mig að koma mér upp svona smá aðstöðu. Borðið er ódýrt úr ikea og svo eru þarna hlutir líka úr góða hirðinum sem ég hef hef breytt og bætt.

Þarna er stóllinn fíni sem ég gerði upp. Undir borðinu er prentarinn ofan á kassa sem kallinn gerði í smíði þegar hann var strákur og svo er líka þarna pappakassi sem ég klæddi með efni til að nota undir drasl. Buxna-herðatré til að hengja upp myndir
Og elskulegt myndin mín sem er í miklu uppáhaldi

Langar svo að skora á systur mínar til þess að sýna okkur myndir af föndurhornunum sínum ;-)

2 comments:

Frk brjál said...

Lovit!!

Marín on August 29, 2011 at 11:15 AM said...

vá hvað þú átt fallegt föndurhorn, örlar ögn á öfund hjá mér :)

Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...